þátttaka í leiklist hefur þroskandi áhrif á börn.

0
167

Anna Karen Unnsteinsdóttir var að klára sinn annan vetur við Framhaldsskólann á Laugum. Í vetur vann hún rannsókn um áhrif leiklistar á þroska grunnskólanemenda, í áfanga sem heitir Uppeldisfræði 303. Rannsóknin bar yfirskriftina,
Hefur leiklist þroskandi áhrif á grunnskólabörn ?
Anna Karen talaði við skólastjóra og eða aðstoðarskólastjóra grunnskólanna í Þingeyjarsveit, nokkra nemendur og tvo leikstjóra.
Í þessum viðtölum kom skýrt fram að þau telja öll að leiklist í grunnskólum hafi mjög jákvæð og þroskandi áhrif á nemendur. Það skal tekið fram að löng hefð er fyrir því í þessum skólum að allir nemendur fara á svið, sett eru upp leikrit á árshátíðum og svo eru oft sýndir leikþættir á þorrablótum og þá oft frumsamin af nemendum.
Hér er smá úrdráttur úr svörum skólastjóranna. Langflest börnin eru mjög jákvæð fyrir því að fara á svið, í þau fáu skipti sem það er ekki fá þau hlutverk við leikmunagerð, búninga, ljós eða annað sem þarf að vinna og er ekki síður mikilvægt, en það eru undantekningartilfelli. Leiklist þroskar börnin á svo margan hátt, eflir hjá þeim sjálfstraust, þau læra að vinna með sér yngri krökkum og /eða eldri, læra að taka tillit til hvers annars og samvinnu. Leiklist krefst mikils aga. Börn sem koma úr þessum litlu skólum og alast upp við það ár eftir ár að koma fram, þau sýna mikinn félagsþroska og plumma sig mjög vel. Pottþétt styrkjandi. Þessi reynsla hjálpar fólki í lífinu, þetta er reynsla í að koma fram fyrir aðra og tjá sig, það er ekki svo langt í að þau elstu fari t.d. í starfsmannaviðtöl og fleira.
Í svörum nemendanna er það sama uppá teningnum. Þetta eykur okkur sjálfstraust, við sjáum krakka gera eitthvað á sviði sem okkur datt ekki í hug að viðkomandi gæti gert svona vel. Í leiklistinni er lögð áhersla á að tala skýrt þess vegna þjálfumst við í að tala skýrt. Við þurfum að sýna hvert öðru þolinmæði og stundum að gera eitthvað sem er pínu erfitt eins og að syngja eða spila á hljóðfæri í sýningu. Nemendur eru stundum stressaðir en þó er miklu meira um spenning og tilhlökkun. Leiklist hefur alveg örugglega mjög þroskandi áhrif á okkur.
Í svörum leiksjóranna má finna eftirfarandi. Börn eru svo tilbúin að leika, þau eru ekki komin með heftinguna sem við fáum þegar við eldumst, þau eru svo móttækileg, það er svo gaman að sjá gleðina sem þau upplifa við það að leika. Það er svo þroskandi að þurfa að setja sig í spor annarra og eykur þeim færni í mannlegum samskiptum. Þau taka svo miklum framförum á æfingartímabilinu og blómstra svo algerlega á sýningu þegar þau upplifa viðbrögðin frá salnum. Myndirnar eru frá ýmsum tímum.

mynd frá Hafralækjarskóla
mynd frá Hafralækjarskóla

 

 

 

 

mynd frá Litlulaugaskóla
mynd frá Litlulaugaskóla

 

 

 

 

 

mynd frá Stórutjarnaskóla
mynd frá Stórutjarnaskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyir þá sem vilja hlusta á öll viðtölin er það hægt með því að smella á þennan link.