Tamningastöð opnar á Sandhaugum

0
170

Erlingur Ingvarsson og Diljá Óladóttir verða með opið hús hjá sér að Sandhaugum í Bárðardal í dag ( laugardag ) frá kl. 15.30 . Tilefnið er opnun á tamningastöð sem þau hafa undanfarna mánuði verið að standsetja á bænum.

Mynd. Frá framkvæmdum á Sandhaugum.
Mynd. Frá framkvæmdum á Sandhaugum.

Léttar veitingar verða í boði og hvetja þau alla að líta við sem möguleika hafa.

Sjá nánar á http://hlidarendi.is/