Talsvert tjón við Köldukvíslarvirkjun

0
102

Talsvert tjón varð á flutningspípu við stöðvarhúsið á Köldukvíslarvirkjun á Tjörnesi í gær, þegar neyðarloki í stöðvarhúsinu lokaðist of snögglega við prófanir. Við höggið sem kom á pípuna myndaðist það mikill þrýstingur að pípan sprengdi á sig gat með miklum látum, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Vatnið sprengdi upp pípuna. Skjáskot úr myndbandinu sem Hlynur Orri Helgason tók.
Vatnið sprengdi upp pípuna. Skjáskot úr myndbandinu sem Hlynur Orri Helgason tók.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki urðu þó skemmdir innandyra í stöðvarhúsinu því að pípan gaf sig rétt fyrir utan vegginn á húsinu og vatnið rann svo framhjá því. Brugðist var skjótt við og inntakinu upp við stíflu var lokað. Vinnulyfta sem stóð þarna rétt hjá fékk á sig góða gusu en virðist þó hafa sloppið án mikilla skemmda.

Virkjunin var nánast klár til notkunar. Búið var að ganga frá öllum vélbúnaði í stöðvarhúsinu og til stóð að byrja að framleiða rafmagn um næstu helgin.  Nú er ljóst að þau áform frestast eitthvað eftir þetta óhapp.

Tjónið náðist á myndband má skoða það á facebook-síðu Hlyns Orra Helgasonar starfsmanns Rarik sem hann tók í gær.