Tæp 15% keyrðu Víkurskarð frá því að gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng

2,2 % fleiri fóru um göngin en keyrðu Víkurskarðið 2018

0
431

Nú er liðinn rétt rúmur mánuður frá því að Vaðlaheiðargöng opnuðu og gjaldtaka hófst. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar á tímabili gjaldtöku, hafa farið 862 (ökut/sólarhring) um göngin að meðaltali, en 133 (ökutæki/sólarhring) hafa farið yfir Víkurskarðið á sama tíma. Þ.a.l. hafa rétt tæp 15% umferðarinnar farið um Víkurskarðið á umræddu tímabili.

Þetta hlutfall er við þau mörk sem lágspá Vegagerðarinnar (um Vaðlaheiðargöng) gerði ráð fyrir árið 2012, en þá skal haft í huga að gjaldskrá lá ekki fyrir.

Athygli vekur að þrátt fyrir að tæp 15% umferðarinnar fari um Víkurskarðið er umferðin um Vaðlaheiðargöng ein og sér 2,2% meiri, en var um Víkurskarðið á sama tímabili árið 2018, þegar Víkurskarðið var eini valkosturinn.

Á meðfylgjandi mynd má skoða umferð um Vaðlaheiðargöng frá 1. janúar til og með 5. febrúar. 12. janúar sker sig nokkuð úr þar sem þann dag fór fram opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga og göngin lokuð fyrir umferð megnið af deginum. (Smella á mynd til að skoða stærri útgáfu)

Mynd frá Vegagerðinni