Tækifærin fram undan

0
80

„Möguleikar landbúnaðarins eru svo sannarlega miklir. Fjölmargir átta sig sífellt betur á því bæði hér heima og erlendis. Það er skortur á landrými í heiminum og vatn og orka eru líka takmarkaðar auðlindir. Það þarf að framleiða mat fyrir vaxandi mannfjölda. Á hverjum einasta degi þarf að metta 250 þúsund fleiri munna, eða næstum allan íbúafjölda Íslands.“ Svo kemst nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, að orði í leiðara nýs Bændablaðs.

Sindri Sigurgeirsson. Mynd: Hörður Kristjánsson.
Sindri Sigurgeirsson. Mynd: Hörður Kristjánsson.

Sindri bendir í leiðaranum á að miklir möguleikar séu í íslenskum landbúnaði. Íslendingar eigi mikið landrými, gnægð af vatni og búfjárstofna sem henti vel okkar aðstæðum. Styrkja þurfi hlutdeild innlendra matvæla í neyslu landsmanna en jafnframt að framleiða fyrir erlendan markað.

 

Lesa meira á heimasíðu Bændablaðsins.