Sýslumaður Þingeyinga valinn gangnamaður ársins

0
98

Sýslumaður Þingeyinga, Svavar Pálsson, var á dögunum valinn “gangnamaður ársins 2012” á árlegu gangnamannakvöldi bænda í Aðaldal og Reykjahverfi sem haldið var í Ýdölum í Aðaldal 17. nóvember sl.  það var gangnaforingi Aðaldæla, Sæþór Gunnsteinsson, sem afhenti Svavari bikarinn við mikinn fögnuð viðstaddra.

Verðlaunagripurinn er á sýslumannsskrifstofunni á Húsavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bikar þessi var fyrst afhentur árið 2007 og hafa hinir og þessir gangnamenn fengið hann til varðveislu vegna ýmissa afreka í göngum.

Núna voru allir sammála um að Svavar Pálsson sýslumaður ætti skilið að fá gripinn til varðveislu næsta árið vegna frumkvæðis sem hann sýndi þegar ákveðið var að lýsa yfir almannavarnarástandi í kjölfarið á óveðrinu 10-11 september sl. Sú ákvörðun gerði það kleift að skipuleggja gríðarlega umfangsmikið björgunarstarf á sauðfé í Þingeyjarsýslu, ma. þeistareykjasvæðinu sem er afrétt Aðaldæla og Reykhverfunga.

Ljóst þykir að með þessu framkvæði sýslumanns var komið í vegfyrir enn meiri fjárskaða en raunin varð.

Að sjálfsögðu var Svavari svo afhent eintak af hrútaskránni þegar hún kom út og liggur hún frammi á áberandi stað á skrifstofu hans á Húsavík.