Sýslumaður Þingeyinga, Svavar Pálsson, var á dögunum valinn “gangnamaður ársins 2012” á árlegu gangnamannakvöldi bænda í Aðaldal og Reykjahverfi sem haldið var í Ýdölum í Aðaldal 17. nóvember sl. það var gangnaforingi Aðaldæla, Sæþór Gunnsteinsson, sem afhenti Svavari bikarinn við mikinn fögnuð viðstaddra.

Bikar þessi var fyrst afhentur árið 2007 og hafa hinir og þessir gangnamenn fengið hann til varðveislu vegna ýmissa afreka í göngum.
Núna voru allir sammála um að Svavar Pálsson sýslumaður ætti skilið að fá gripinn til varðveislu næsta árið vegna frumkvæðis sem hann sýndi þegar ákveðið var að lýsa yfir almannavarnarástandi í kjölfarið á óveðrinu 10-11 september sl. Sú ákvörðun gerði það kleift að skipuleggja gríðarlega umfangsmikið björgunarstarf á sauðfé í Þingeyjarsýslu, ma. þeistareykjasvæðinu sem er afrétt Aðaldæla og Reykhverfunga.
Ljóst þykir að með þessu framkvæði sýslumanns var komið í vegfyrir enn meiri fjárskaða en raunin varð.
Að sjálfsögðu var Svavari svo afhent eintak af hrútaskránni þegar hún kom út og liggur hún frammi á áberandi stað á skrifstofu hans á Húsavík.