Af óviðráðanlegum ástæðum var sýningu á einleiknum “Elska”, eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur, sem vera átti í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi næstkomandi laugardagskvöld, frestað til þriðjudagsins 10. desember.

Sýningin hefst klukkan 20:30 og hægt er að panta miða í síma 847-6921 eða á hrafnstjarna@gmail.com
Sýningunni “Elska” sem átti að vera í Safnahúsinu í kvöld, föstudagskvöldið 6. desember er einnig frestað. Sýningin verður í Safnahúsinu miðvikudaginn 11. desember klukkan 20:00.