Svifið um loftin blá

0
103

Margir ráku upp stór augu í Fnjóskadal í dag þegar loftblegur kom svífandi og sveif rétt yfir veginum við Hróarsstaði. Við eftirgrennslan 641.is kom í ljósa að þarna var á ferðinni Thomas Martin Seiz ferðaþjónusubóndi frá Nolli í Höfðahverfi ásamt tveimur vinum sínum frá Sviss. Í spjalli við 641.is sagðist Thomas vera vanur loftbelgjaflugmaður og stundaði hann þessa iðju mikið í sínu heimlandi, Sviss, en þar býr hann átta mánuði á ári, en hina fjóra á Nolli.

Mynd. Helga Eymundsdóttir
Mynd. Helga Eymundsdóttir.

 

Aðspurður um það hvernig væri að fljúga loftbelg við Íslenskar aðstæður sagði Thomas að það væri dálítið erfitt því vindáttin væri síbreytileg.

Flugferðin gekk vel í dag og lenti Thomas loftbelgnum vestan í Vaðalheiði á gamla Vaðlaheiðarveginum.

Hann hóf sig til flugs í malargryfjunni við Stórutjarnaskóla og tók Laufey Skúladóttir meðfylgjandi mynd af því.

Mynd: Laufey Skúladóttir
Mynd: Laufey Skúladóttir

Thomas ætlar að fljúga meira á loftbelgnum á næstunni og stefnir hann á að fljúga yfir Mývatnssveit einhvern næstu daga.