Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mótmælir sameiningu heilbrigðisstofnana

0
82

Á 133. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var sl. fimmtudag, lá fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu um áform vegna sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma. Ráðuneytið óskaði eftir viðbrögðum sveitarfélagsins við fyrirhuguðum áformum. Nái fyrrgreindar áætlanir fram að ganga munu heilbrigðisstofnanir á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga ásamt heilsugæslustöðvum á Dalvík og Akureyri verða sameinaðar í eina stofnun.

logo Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti eftirfarandi bókun um málið:

 

“Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggst alfarið gegn boðaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sveitarstjórn undrast að Velferðarráðuneytið telji að svo viðamikil sameining heilbrigðisstofnana frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri hafi einhvern ávinning í för með sér. Ekki hefur verið sýnt fram á að nefnd sameining skili sér í betri þjónustu við íbúa jaðarbyggða né að þjónustan verði sveigjanlegri með því að færa stjórnunina fjær notendum. Gera verður þá kröfu að Velferðarráðuneytið sýni fram á eða komi með dæmi um hvaða þjónusta batni, hvar verði um aukið öryggi sjúklinga að ræða og ekki síst hver verði hinn fjárhagslegi ávinningur, áður en af stað verður farið.”

Sjá alla fundargerðina hér