Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna einbreiðrar brúar yfir Skjálfandafljót

0
435

Á 243. fundi Sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í dag, var m.a. rætt um umferðarþunga við Goðafoss og um þá hættu sem skapast vegna einbreiðrar brúar yfir fljótið. Eftirfarandi var samþykkt á fundinum.

Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest á svæðinu. Sveitarstjórn óskar eftir því við Vegagerðina að hún kanni kosti þess að setja upp umferðarstýrð ljós við brúna þar sem ný tvíbreið brú er ekki væntanleg á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Alla fundargerðina má lesa hér.