Sveitarstjórn leggst gegn sameiningu Framhaldsskólans á Laugum og VMA

0
65

171. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn sl. fimmtudag. Fyrir fundinum lá bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 11. maí s.l. þar sem ráðuneytið upplýsti að nú standi yfir skoðun á stöðu og framtíð framhaldsskóla í Eyþingi, í samræmi við það sem fram kemur í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2015.

Þingeyjarsveit stærra

 

Umræður um málið hafa farið fram á fundum ráðuneytisins og skólanna og verður þeim fram haldið í samræmi við ákvarðanir sem teknar eru.

 

 

Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum eins og boðið er uppá í bréfi menntamálaráðuneytisins og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með embættismönnum ráðuneytisins og menntamálaráðherra sem fyrst til þess að ræða þær hugmyndir sem uppi eru.

Varðandi hugmyndir menntamálaráðherra um að sameina Framhaldsskólann á Laugum og Verkmenntaskólann á Akureyri vekur það furðu að ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn um þessar fyrirætlanir heldur birtast óljósar fréttir í fjölmiðlum sem eðlilega vekja fólki ugg.

Samvinna framhaldsskólanna er sjálfsögð og nú þegar eiga VMA og FL í góðu samstarfi sem vissulega er hægt að auka en sameining er allt annað mál og engin rök hafa komið fram sem réttlæta hana.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggst  alfarið gegn þessum hugmyndum  um sameiningu enda skiptir Framhaldsskólinn á Laugum gríðarlega miklu máli fyrir sveitarfélagið og samfélagið allt.

 

Sjá fundargerð 171. fundar hér