Svartárvirkjun þarf í umhverfismat

0
264

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að virkjun Svartár í Bárðardal þurfi að fara í umhverfismat. Virkjunin mun framleiða 9,8 megavött en allar virkjanir sem framleiða meira en 10 megavött fara sjálfkrafa í umhverfismat. Frá þessu er sagt á rúv.is.

Svartárvirkjun - skipulagstillaga
Svartárvirkjun – skipulagstillaga

 

Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur ma. fram að eðli framkvæmdarinnar, með tilliti til stærðar og umfangs, sé ein ástæða þess að krafa sé gerð um umhverfismat.

Staðsetningu framkvæmdar, þ.e. hversu viðkvæmt það svæði er sem líklegt er að framkvæmd hafi áhrif á, sérstaklega m.t.t. verndarsvæða, ábyrgðartegunda og tegunda á válista og svæða innan 100 m fjarlægðar frá fornleifum sem njóta verndar.

Einnig er það tiltekið í úrskurðinum að með tilliti til álagsþols náttúrunnar einkum vatnsfalla, landslagsheilda og kjörlendis dýra, sé gerð krafa um umhverfismat.

 

 

Hægt er að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frestur til þess er til 22. mars.

Úrskurður Skipulagsstofnunar

Svartárvirkjun – Skipulag