Svartárvirkjun – Drög að tillögu að matsáætlun

0
196

SSB Orka vinnur að undirbúningi allt að 9,8 MW vatnsaflsvirkjunar í Svartá í Bárðardal í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Svartárvirkjun heyrir undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, samkvæmt gr. 6 og tölulið 3.22 í 1. viðauka. Skipulagsstofnun gaf út ákvörðun þann 18. febrúar sl. um að virkjunin skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum og fer nú fram tveggja vikna kynning á drögum að tillögu að matsáætlun, sbr. ákvæði í reglugerð nr. 660/2015.

Svartárvirkjun-yfirlitsmynd.
Svartárvirkjun-yfirlitsmynd. (Smella á til að stækka)

 

Verkís vinnur að mati á umhverfisáhrifum fyrir SSB Orku. Í tillögu að matsáætlun er fyrirhuguðum framkvæmdum og framkvæmdasvæði lýst með almennum hætti. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og á hvað þætti áhersla verður lögð í frummatsskýrslu. Fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum í tengslum við umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdanna á þessum stað er lýst og fjallað um hvaða rannsóknir eru fyrirhugaðar. Að lokum er farið yfir með hvaða hætti á að standa að samráði og kynningu matsins.

Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast hér

 

Almenningur, hagsmunaaðilar og aðrir eru hvattir til að kynna sér drögin. Athugasemdir má senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til

Verkís hf.,
b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur
Ofanleiti 2
103 Reykjavík

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 12. maí 2016.