Svakalegur mývargur í Mývatnssveit

0
511

Það er kanski ekki fréttnæmt að mikill mývargur sé í Mývatnssveit, en að sögn heimamanna er hann óvenju mikill þessa daganna og herjar hann jafnt á menn sem skepnur. Um er að ræða bitmý sem kemur að mestu úr Laxá en eitthvað líka úr öðrum ám og lækjum í Mývatnssveit. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar varg-myndir úr Mývatnssveit. (smella á til að stækka)

Einar Jónsson alveg grjóharður án flugnanets
Einar Jónsson á Sjónarhóli alveg grjótharður án flugnanets
Kolbrún Ívarsdóttir á kafi í vargi
Kolbrún Ívarsdóttir á kafi í vargi
Með nokkur þúsund mývarga á bakinu
Með nokkur þúsund mývarga á bakinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún Ívarsdóttir á Sjónarhóli í Mývatnssveit sagðist í spjalli við 641.is í dag, ekki muna eftir svona miklum vargi. Verstur væri vargurinn nálægt bökkum Laxár, en lítið væri um varg í Reykjahlíð. Kolbrún sagði að þetta væri búið að vera svona slæmt í viku og hún frétti af veiðimönnum sem gáfust upp við veiðar í Laxá út af varginum.

Myndin lengst til hægri var tekin í Baldursheimi í gær og safnaðist vargurinn þúsundum saman á bakið á Böðvari Péturssyni bónda í Baldursheimi þegar hann var í girðingavinnu.