Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

Comments

comments

2.648 views
Kennara-bréf apríl 2015

“Aðrir starfsmenn standa þér framar”

Sl. þriðjudag voru fjórir kennarar við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla boðaðir á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna á Laugum þar sem þeim var afhent bréf, undirritað af sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Bréfið bar yfirskriftina "Tilkynning um … [Nánar...]

Framsýn stórt

Framsýn – Búið að handsala tvo samninga

Framsýn-stéttarfélag boðaði til samstöðufundar í gærkvöld á Húsavík. Kraftur var í fundarmönnum sem vilja ekki gefa neitt eftir af kröfum Starfsgreinasambandins.  Á fundinum kom fram að Framsýn hefur átt í viðræðum við fyrirtæki um helgina og er … [Nánar...]

2011-01-24 18.01.49

Opinn dagur í Framhaldsskólanum á Laugum

Framhaldsskólinn á Laugum bauð gesti velkomna á opinn dag í íþróttahúsi skólans á sl. fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Boðið var upp á kynning á námsframboði skólans, auk þess sem verkefni nemenda í einstökum áföngum voru til sýnis. Nemendafélag … [Nánar...]

Efling logo

UMF Efling opnar heimasíðu

Ný heimasíða UMF Eflingar var formlega kynnt og tekin í notkun á sumardaginn fyrsta. Henni er ætlar að vera upplýsinga- og fréttaveita félagsins gagnvart sínum félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem er að gerast í félaginu … [Nánar...]

Samfylkingin

Samfylkingin styður kröfur launþega

"Samfylkingin í Þingeyjarsýslu styður við kröfur launþega um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur og dagvinnulaun dugi til framfærslu. Framsýn stéttarfélag hefur lýst því yfir að aðilar á vinnumarkaði hafi áhuga á að semja beint við … [Nánar...]

Jóhannes, Arnar og Ásgeir. Mynd: Guðný Grímsdóttir

Jóhannes Tómasson Íslandsmeistari í bogfimi

Bogfimifólk úr Umf. Eflingu í Reykjadal gerði góða ferð á Íslandsmótið í bogfimi sem fram fór í Bogfimisetrinu í Reykjavík dagana 18. og 19. apríl s.l. Alls tóku 8 félagsmenn þátt í mótinu og uppskáru 1 gull, 2 silfur og 1 brons, en allir keppptu í … [Nánar...]

Benjamín hellir safanum úr söfnunarfötunni yfir í tunnu

Birkisafinn tekinn að renna á ný

Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er kominn rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 41 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Vefurinn Skógur.is … [Nánar...]

Hrúturinn klófestur. Mynd: Börkur Kjartnasson

Útigangur við Garðssel

Sl. laugardag voru vélsleðamenn á ferð um Gönguskarð. Við ármót Gönguskarðsár og Hólsár, sunnan og austan í Garðsfelli, fannst útigenginn lambhrútur, ágætlega á sig kominn. Börkur Kjartansson tók mefylgjandi mynd. Sólvangsbændur náðu honum … [Nánar...]

atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Íbúafundur á Breiðumýri á þriðjudagskvöld

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til íbúafundar sem verður haldinn á Breiðumýri í Reykjadal þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00. Stjórnendur Þingeyjarsveitar hafa leitað til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga um að halda íbúafund sem er liður í … [Nánar...]

Hestamannafélagið Þjálfi

Aðalfundur Þjálfa

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þjálfa verður haldinn í Ýdölum þriðjudaginn 28. apríl nk. kl. 20:30.   Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til þess að sjá sem flesta og bjóðum nýja félaga … [Nánar...]

Framsýn stórt

Segja kröfu um 300.000 króna lágmarkslaun léttvæga

Framsýn, stéttarfélag samþykkti í morgun að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu kjaraviðræðna á almenna vinnumarkaðinum. Samtök atvinnulífsins bjóða 3,5% launahækkun meðan stjórnendur fyrirtækja taka til sín tugi prósenta í launahækkanir … [Nánar...]

Verðurspá Norðuland-Eystra