Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

Comments

comments

2.649 views
Skógardagurinn 2015

Skógardagur Norðurlands í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Vaglaskógur er sögufrægasti skógur Norðurlands og þar er alltaf gaman að koma, sumar sem vetur. Skógardagur … [Nánar...]

Sundlaugin á Laugum

Sundlaugin á Laugum verður 10 ára á miðvikudag

Sundlaugin á Laugum verður 10 ára miðvikudaginn 8. Júlí. Í tilefni 10 ára vígslu afmæli sundlaugarinnar á Laugum verður öllum boðin frír aðgangur í sund miðvikudaginn 8. Júlí nk. Ýmislegt annað verður í boði svo mætum öll með góða skapið og … [Nánar...]

Ingileif sem bjó lengst af á Bólstað og Svanhildur á Engi spjalla og gleðjast.

Skottsala á Fosshóli

Í dag sunnudag stóðu Handverkskonur milli heiða fyrir Skottsölu á grasblettinum sunnan við búðina á Fosshóli. Fjölmargir mættu á bílum sínum og tóku alls kynns gersemar út skottum sínum. Þarna mátti finna notaðan fatnað, bækur, málaða steina, … [Nánar...]

Styrkhafar

Uppbyggingarsjóður úthlutar 74,2 milljónum

Þann 26. júní sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, 74,2 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er nýr og tekur við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar … [Nánar...]

Dimmuborgir samningur

Skrifað undir verndar- og stjórnunaráætlun Dimmuborga

Skrifað hefur verið undir verndar- og stjórnunaráætlun náttúruvættisins Dimmuborga í Mývatnssveit. Það voru Daði Lange Friðriksson sem staðfesti áætlunina fyrir hönd Landgræðslu Ríkisins og Kristín Linda Árnadóttir og Davíð Örvar Hansson fyrir hönd … [Nánar...]

Víkurskarð dagleg umferð

64.266 ökutæki fóru um Víkurskarð í júnímánuði

Bílaumferð yfir Víkurskarðið jókst um 6,6% á milli ára í nýliðnum júnímánuði. Aukning frá áramótum er nú 13,9%, m.v. sama tímabil í fyrra. Að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, hafa aldrei áður farið fleiri ökutæki um … [Nánar...]

Katrín Rúnarsdóttir

Fréttir frá frjálsíþróttaráði HSÞ

Níu keppendur frá HSÞ fóru á Bogamót UFA í lok apríl. Alls náðust 16 verðlauna sæti á þessu móti hjá okkar keppendum og þar af nældi Katrín Rúnarsdóttir sér í sex verðlaun á því móti. Frá þessu og fleiri viðburðum segir á vef Frjálsíþróttaráðs … [Nánar...]

Sindri Geir Óskarsson

Páfinn og Þingeyjarsveit

Í páfabréfi sínu um umhverfismál sem gert var opinbert fyrir rúmri viku segir Frans páfi að Jörðin okkar, þitt eina heimili, sé farin að líkjast ógnarstórri hrúgu af skít og viðbjóði. Á hverju ári sé hundruðum milljónum tonna af sorpi og úrgangi dælt … [Nánar...]

reykjaveita_lokun_thridurdaginn_30_juni_2015

Lokað fyrir heitt vatn í Fnjóskadal og Grenivík í dag

Vegna færsu á hitaveitulögn við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal þarf að loka fyrir heitt vatnið í Reykjaveitu meðan teningar fara fram.  Lokunarsvæðið er norður frá Systragili og niður á Grenivík í dag þriðjudaginn 30. júní 2015 frá kl. 8:00 og fram … [Nánar...]

Erla Sigurðardóttir

Erla Sigurðardóttir ráðin til Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur ráðið Erlu Sigurðardóttur í starf sérfræðings sem auglýst var í vor. Á heimasíðu Ferðamálastofu segir að margir hæfir einstaklingar hafi sótt um starfið en alls bárust um 130 umsóknir. Erla er með BS próf í Hótel og … [Nánar...]

Litlulaugaskóli

Komu áhyggjum sínum á framfæri við sveitarstjórn

Nokkrir íbúar í Þingeyjarsveit komu óánægju sinni á framfæri með að búið sé að leggja af grunnskólahald á Laugum við sveitarstjórn þingeyjarsveitar, áður en 173. fundur sveitarstjórnar var haldinn sl. fimmtudag í Kjarna. Íbúarnir fengu hálftíma til … [Nánar...]

Lömbin drekka mjólkina úr mjólkurbarnum

67 heimalingar

Gunnar Björnsson bóndi í Sandfellshaga 2 í Öxarfirði birti skemmtilegt myndband á facebook í dag þar sem hann sést gefa heimalingum mjólk. Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að gefa heimalingum mjólk úr pela en Gunnar á 67 heimalinga í ár og er hann … [Nánar...]

Kristján Þór bæjarstjóri Norðurþings og fulltrúar PCC. Mynd: 640.is

Formleg uppbygging kísilvers á Bakka hafin

Sveitarfélagið Norðurþing og PCC BakkiSilicon hf stóðu í gær fyrir opnum kynningarfundi á Húsavík. Á fundinum kom fram að nú hefði öllum hindrunum verið rutt úr vegi og að uppbygging kísilvers á Bakka sé nú formlega hafin. Einnig var farið yfir næstu … [Nánar...]

IMG_8061

Sumar göngur !

Sumar göngur eru betri en aðrar göngur, er yfirskrift kvöldgangna sem Kvenfélag Ljósvetninga skipuleggur og auglýsir, en allir eru velkomnir með, eins og alltaf, og þetta kostar ekki neitt. Gengið er í sumar á þriðudagskvöldum kl. 20:00. Gönguskráin … [Nánar...]

Verðurspá Norðuland-Eystra