Súrsaðir lambatittlingar á Þorranum

0
350

Þorrinn hefst síðari hluti janúar og starfsmenn Norðlenska hafa staðið í ströngu við undirbúning upp á síðkastið. Langt er síðan byrjað var að leggja í súr og undirbúa kræsingar að öðru leyti og nú er allt að verða klárt. Íhaldssemi er að sjálfsögðu töluverð þegar þorramaturinn er annars vegar en að þessu sinni býður Norðlenska þó upp á skemmtilega nýjung, súrsaða lambatittlinga.

TittlingarRætt var við Ingvar Má Gíslason, markaðsstjóra Norðlenska, í kvöldfréttum RÚV og sagt frá tittlingunum. Icelandic Byproducts, dótturfyrirtæki Norðlenska á Húsavík, hefur undanfarin misseri selt töluvert af tittlingum til Kína þar sem þeir eru snæddir en Ingvar sagðist ekki viss um að þessi nýstárlega vara myndi rokseljast hér heima. Hann hvatti fólk þó til að prófa. Alltaf væri gaman að fikta í bragðlaukunum.

Norðlenska.is