SUNN – félagsfundur á Laugum í Reykjadal

0
163

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, býður á opinn félagsfund í Gamla Þróttó salnum á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 13.október kl.15.00-16.30.

Dagskrá :
– Harpa Barkardóttir (formaður SUNN) heldur erindi um samtökin, tilurð þeirra og starfið framundan.
– Við gróðursetjum tré til minningar um Laugaráðstefnuna sem haldin var 1969 og markaði upphaf stofnunar SUNN.
– Lífrænt kaffi og kleinur með fjörlegum umræðum um umhverfismál.

Verið hjartanlega velkomin !