Árni Helgason á Akureyri tók upp skemmtilegt myndband í fjárhúsunum á Grænavatni 1 af sundurdrætti á Grænavatnsfé. Myndbandið var tekið upp fyrir þau sem misstu af smalamennsku og sundurdrætti á Grænavatni. Myndbandið er “timelapse” myndband og eru myndir teknar á tveggja sekúndna fresti og spilaðar á 25 römmum á sekúndu. Það kemur svona líka bráðskemmtilega út.

Það er sko handagangur í öskjunni þegar Grænvetningar koma saman og stunda fjárdrátt !