Sundlauginni í Reykjahlíð lokað – Börnum kennt á Laugum í staðinn

0
142

Í greinargerð með fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps sem samþykkkt var við síðari umræðu 15. desember s.l., kemur fram að umtalsverður halli varð af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2014 og þrátt fyrir jákvæðan viðsnúning 2015 hafi eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gert athugasemdir við rekstrarstöðu sveitarfélagsins. Því sé það mat sveitarstjórnar að grípa verði til aðgerða til að snúa þróuninni við strax á árinu 2016. Dagskráin.is segir frá þessu. Ýmsar aðgerðir eru fyrirhugaðar í þessu skyni, m.a. eftirfarandi, eins og fram kemur í fundargerðinni:

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

“Fyrir liggur að mikill leki er úr sundlaugarkarinu og streymir klórmengað  vatn út í nærliggjandi jarðveg. Ekki hefur tekist að gera við þennan leka þrátt fyrir tilraunir  og þarf að skipta karinu út ef á að halda áfram að reka sundlaug. Einnig er stjórnbúnaður  laugarinnar úr sér genginn og ljóst að við svo verður ekki búið lengur. Áætlaður kostnaður  við endurbætur er um 150 milljónir króna.  Ákveðið hefur verið að tæma sundlaugina í  byrjun janúar 2016 og loka þeim hluta starfseminnar um óákveðinn tíma. Sundkennsla grunnskólabarna mun fara fram á Laugum í Reykjadal. Gert er ráð fyrir að við  lokunina muni afkoma sveitarsjóðs batna um 10-15 milljónir á ári.”

Dagskráin/Skarpur.is