Sundlaugin á Laugum lokuð á fimmtudag og föstudag vegna heitavatnsskorts

0
86

Vegna heitavatnsskorts verða sundlaugin og íþróttahúsið lokuð á morgun fimmtudag og föstudag í þessari viku. Þar af leiðandi fellur sundæfing niður seinnipartinn á morgun, segir í tilkynningu frá forstöðumanni sundlaugarinnar á Laugum.

Sundlaugin á Laugum
Sundlaugin á Laugum

 

Í tilkynningunni segir einnig að vonandi verður þetta komið í lag fyrir opnun á laugardaginn.