Sumrungurinn seig í

0
123

Það var heitt í veðri þegar farið var í Brúnagöngur í Reykjaheiði og sögðu bændur að göngurnar hefðu verið erfiðar. Féð sótti í að leggjast og leita í aðrar áttir í stað þess að renna heimfúst niður í átt að réttinni. Greinilega ekki á því að veðrið væri að versna. Sigurður Páll Tryggvason bóndi á Þverá sagði að þetta hefðu verið einhverjar þær erfiðustu göngur sem hann hefði farið í.

Sigurður Páll með sumrunginn á bakinu. Mynd: Atli Vigfússon
Sigurður Páll með sumrunginn á bakinu. Mynd: Atli Vigfússon

Í göngunum fannst sumrungur sem ekki gat fylgt rekstrinum alveg til Skógaréttar og tók Sigurður Páll á það ráð að bera sumrunginn sem líklega er fæddur í byrjun ágúst. Þó sumrungar séu ekki þungir að hausti getur verið fyrirhafnarsamt að halda á þeim mjög lengi. Þessi seig í, en Siggi Palli lét ekki sitt eftir liggja og til Skógaréttar kom hann lambinu sem auðvitað var ómarkað, en glöggir menn fundu út eigandann.