Sumarstundir í Illugastaðakirkju.
Sú góða hefð hefur skapast að bjóða upp á helgstundir fyrir alla fjölskylduna í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal yfir sumartímann.
Fyrsta stundin verður miðvikudagskvöldið 27. júní kl. 20.00 og svo vikulega öll miðvikudagskvöld kl. 20.00 til og með 8. ágúst.
Verið öll hjartanlega velkomin og njótum sumars!
