Sumarstund í Hálskirkju

0
81

Sunnudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.00 verður ,,Sumarstund,, með helgu andrúmslofti í Hálskirkju í Hálssókn og er hún sameiginleg með Ljósavatnssókn og Lundarbrekkusókn. Þarna mun Óskar nokkur Pétursson Álftagerðisbróðir og söngfugl hefja raust sína og syngja sumarlög, sem strjúka á vanga við undirleik Dagnýjar Pétursdóttur organista. Presturinn Bolli mun greiða götu Orðsins eilífa til eyrna viðstaddra og svo verður bara líka svo meinhollt að hittast og bera saman bækur. Það má vera von okkar allra að allir mæti og það líka meðan húsrúm leyfir!!

Bolli Pétur Bollason sóknarprestur Laufás og Lundabrekkusókna.

Hálskirkja í Fnjóskadal
Hálskirkja í Fnjóskadal