Sumarleikar HSÞ fóru fram á Laugavelli sl. helgi. Alls mættu 147 keppendur til leiks frá 9 félögum. Það eru heldur færri keppendur en á undanförnum Sumarleikum sem skýrist af því að Gautaborgarleikar voru á sama tíma. Gott veður var báða dagana þó heldur kaldara á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allir höfðu gaman af. Eitt Íslandsmet var sett en það var hinn stórefnilegi Ragúel Pino Alexandersson 13 ára frá UFA sem stökk 5,68 í langstökki.

Brói þjálfari (Jón Friðrik Benónýsson) á um þessar mundir 50 ára keppnisafmæli í frjálsum íþróttum. Af því tilefni skoraði hann á Þorstein Ingvarsson í 60 m. hlaup. En Brói telur hann besta frjálsíþróttakarlmann fyrr og síðar í sögu HSÞ. Þorsteinn vann en Brói hljóp á 10,10 sek.

HSÞ átti 33 keppendur og stóðu þeir sig að venju vel. Helsti árangur keppenda frá HSÞ var:
Í flokki 9 og yngri:
Jakob Héðinn Róbertsson var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki og 400 m langhlaupi.
Hafþór Höskuldsson var í 1. sæti í boltakasti, 3. sæti í 60 m hlaupi og langstökki.
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir var í 2. sæti í langstökki.
Í flokki 10 – 11 ára:
Bergþór Snær Birkisson var í 1. sæti í hástökki.
Ari Ingólfsson var í 1. sæti í spjótkasti og 3. sæti í hástökki.
Guðni Páll Jóhannesson var í 2. sæti í 60 m hlaupi og 3. sæti í langstökki.
Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki og 600 m hlaupi.
Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í 60 m hlaupi, spjótkasti og kúluvarpi.
Hafdís Inga Kristjánsdóttir var í 2. sæti í spjótkasti og kúlu.
Í flokki 12-13 ára:
Benóný Arnórsson var í 3.sæti í 200 m hlaupi.
Páll Vilberg Róbertsson var í 2. sæti í spjótkasti.
Katla María Kristjánsdóttir var í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m hlaupi.
Í flokki 14-15 ára:
Eyþór Kári Ingólfsson var í 1. sæti í kringlukasti, 2. sæti í spjótkasti og hástökki og í 3. sæti í kúluvarpi og langstökki.
Unnar Þór Hlynsson var í 2.sæti í langsstökki, 3. sæti í 100 m. hlaupi og spjótkasti.
Hlynur Aðalsteinsson var í 1. sæti í 1500 m hlaupi og 2. sæti í 800 m hlaupi.
Í flokki 16-17 ára:
Arna Dröfn Sigurðardóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi og langstökki og 2. sæti í hástökki.
Auður Gauksdóttir var í 3.sæti í hástökki.
Marta Sif Baldvinsdóttir var í 2. sæti í kúluvarpi.
Í flokki karla og kvenna:
Snæþór Aðalsteinsson var í 2.sæti í 1500 m hlaupi.
Dagbjört Ingvarsdóttir var í 1. sæti í langstökki.
Einnig átti HSÞ 4 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli.
Við þökkum öllum fyrir komuna á Sumarleika, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn en HSÞ, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Heimabakaríi og Ferðaþjónustan á Narfastöðum styrktu leikana að þessu sinni .
Frjálsíþróttaráð HSÞ – Hulda Skarphéðinsdóttir.