Sumarleikar HSÞ og héraðsmót HSÞ í knattspyrnu helgina 1-3. júlí á Laugavelli

0
274

Hinir árlegu Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ verða haldnir á Laugavelli dagana 2. og 3. júlí. Mótsstjórn og yfirdómgæsla verður í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur (ghinriks@gmail.com) og Sigurbjörns Árna Arngrímssonar (sarngrim@hi.is)

HSÞ

Skráning keppenda fer fram á thor.fri.is mótaforrit og lýkur skráningu á fimmtudagskvöldið 30. Júni kl. 24:00. Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ghinriks@gmail.com Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Keppnisgreinar sem í boði eru:
9 ára og yngri :   60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m. Hlaup
10-11 ára:   60 m hlaup, kúluvarp, langstökk, 600 m. hlaup, hástökk, spjótkast, 4×100 m boðhlaup

 

12-13 ára:   60 . hlaup, kúluvarp, langstökk, 400 m. hlaup, hástökk, 60 m. grindahlaup, spjótkast, 800 m. hlaup, 4×100 m hlaup.
14-15 ára:   100 m. hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m. hlaup, 80 m. og 100 m. grindahlaup, hástökk, spjótkast, 800 m. hlaup, 4×100 m. boðhlaup.
16-17 og g eldri:   100 m. hlaup 200 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m hlaup, 1500 m. hlaup. 100 og 110 m. grindahlaup, langstökk, hástökk, spjótkast, kúla, kringla, stöng. 4x 100 m.
Allir keppendur fá fjórar tilraunir í köstum og stökkum. Sjá nánar á vef HSÞ

Héraðsmótið í knattspyrnu endurvakið

Knattspyrnunefnd HSÞ hefur í samvinnu og samráði við Frjálsíþróttaráð HSÞ ákveðið að hnýta saman Héraðsmót HSÞ í knattsspyrnu og Sumarleika HSÞ í frjálsum íþróttum á Laugum í Reykjadal. Knattspyrnumótið fer fram á föstudeginum 1. júlí  en samkvæmt venju fara Sumarleikarnir fram á laugardegi og sunnudegi, þ.e.  2. og 3. júlí. Tilkynna þarf skráningar á knattspyrnumótið fyrir miðvikudaginn 29. júní nk.

Spilaður verður 7 manna bolti hjá 10 ára og eldri en 5 – 7 krakkar í liði hjá yngri, en þetta fer að sjálfsögðu allt eftir þátttöku – munum við sníða reglur að fjölda liða.  Athugið! – hægt er að skrá bæði lið og einstaklinga svipað og gert er á Unglingalandsmóti.

Tillögur að aldursskiptingu;

6  ára og yngri  börn fædd 2010 og síðar
7 – 10 ára  – fædd 2006 – 2009
11 – 13 ára  – fædd 2003 – 2005
14 – 16 ára – fædd 2000 – 2002

Sjá nánari upplýsingar á vef HSÞ