Sumarleikar HSÞ 20.-21. júlí á Laugum

0
191

Sumarleikar HSÞ í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugavelli dagana 20. og 21.júlí. Skráning keppenda fer fram á fri.is mótaforrit og lýkur skráningu á fimmtudagskvöldið 18. júlí. Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á halli@dalakofinn.is og kostar hver skráning 1000.- svo vinsamlegast komið ÖLLUM skráningum í tæka tíð.

HSÞKeppnisgreinar í boði eru:
9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára: 60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup– hástökk – spjótkast – boðhlaup.
12-13 ára: 60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup– hástökk – 60 m grindahlaup – spjótkast – 800m hlaup – boðhlaup.
14-15 ára: 100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup – hástökk – spjótkast – 800 m hlaup- boðhlaup.
16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup – 800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast – hástökk – kringlukast – kúluvarp –boðhlaup.
Allir keppendur fá 4 tilraunir í stökkum og köstum.

Drög að tímaseðli má sjá á fri.is
Skráningargjald er 2500.- fyrir 9 ára og yngri og 3500.- fyrir eldri og skal greiða áður en keppni hefst. Félögin eru vinsamlegast beðin um að greiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSÞ og sendið kvittun í tölvupósti á stella@nna.is
Reikningsnúmer: 1110-05-400575 kt. 640409-0610.
Frítt er á tjaldsvæðið sem er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir að fá rafmagn. Frítt í sund fyrir 15 ára og yngri. Sjoppa á staðnum. Mjög líklega frítt í Bíó seinnipartinn á laugardag og smá sjoppa þar.
Frekari upplýsingar: Haraldur halli@dalakofinn.is sími 898-3328 eða Ágústa agusta@nordurthing.is sími 820-2844
Verið velkomin. Frjálsíþróttaráð HSÞ