
Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ fóru fram á Laugavelli 2.-3. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir mikla bleytuspá þá sluppum við ótrúlega vel þessa daga en hitastigið hefði mátt vera hærra. Um 120 keppendur voru skráðir frá 5 félögum og þar af átti HSÞ 53 keppendur. Það var virkilega gaman að sjá hvað það voru margir keppendur frá okkur í flokknum 9 ára og yngri og þau stóðu sig öll mjög vel. Frá þessu segir á vef HSÞ

Það má því segja að það sé bjart framundan í frjálsum íþróttum hjá HSÞ. Mótsstjórn var í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og þulur var Arnór Benónýsson. Alls voru 47 persónulegar bætingar hjá okkar fólki og keppendur fóru alls 65 sinnum á verðlaunapall, allir 9 ára og yngri fengu þátttökupening.
Helstu úrslit:
Piltar 9 ára og yngri
Daníel Róbert Magnússon varð í 2.sæti í 60m, 400m og langstökki
Viktor Breki Hjartarson varð í 3.sæti í 60m, 400m og langstökki og í 1.sæti í boltakasti
Piltar 10-11 ára
Jakob Héðinn Róbertsson varð í 1.sæti í 60m, 600m, hástökki og langstökki og 2.sæti í kúluvarpi
Hafþór Freyr Höskuldsson varð í 2.sæti í 60m, 600m, hástökki, langstökki og spjótkasti og í 3.sæti í kúluvarpi
Teitur Ari Sigurðarson varð í 1.sæti í kúluvarpi og spjótkasti og 3.sæti í 60m
Tómas Ari varð í 3.sæti í 600m og langstökki
Piltar 12-13 ára
Ari Ingólfsson varð í 1.sæti í kúluvarpi, 2.sæti í spjótkasi og 3.sæti í 60m, 60m grind og hástökki
Bergþór Snær Birkisson varð í 3.sæti í 400m
Hlynur Andri Friðriksson varð í 3.sæti í kúluvarpi
Piltar 14-15 ára
Heimir Ari Heimisson varð í 2.sæti í 80m grind, 3.sæti í langstökki og hástökki
Jón Alexander H. Artúrsson varð í 2.sæti í kúluvarpi
Halldór Tumi Ólason varð í 2.sæti í spjótkasti
Hilmir Smári Kristinsson varð í 3.sæti í 800m
Benóný Arnórsson varð í 3.sæti í 100m
Piltar 16-17 ára
Eyþór Kári Ingólfsson varð í 1.sæti í hástökki, 2.sæti í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti, 3.sæti í 100m og 200m
Unnar Þór Hlynsson varð í 1.sæti í 400m,100m og langstökki, 2.sæti í 200m
Hlynur Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 800m og 1500m
Piltar 20-22 ára
Snæþór Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 400m og 1500m, 2.sæti í 800m
Stúlkur 9 ára og yngri
Tinna Dögg Garðarsdóttir varð í 3.sæti í 60m, 400m og boltakasti
Íris Alma Kristjánsdóttir varð í 2.sæti í boltakasti og 3.sæti í langstökki
Stúlkur 10-11 ára
Tanía Sól Hjartardóttir varð í 1.sæti í 60m og kúluvarpi, 2.sæti í langstökki
Katrín Rúnarsdóttir varð í 2.sæti í 600m og kúluvarpi
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir varð í 3.sæti í 60m og langstökki
Íshildur Rún Haraldsdóttir varð í 3.sæti í 600m
Stúlkur 12-13 ára
Erla Rós Ólafsdóttir varð í 1.sæti í spjótkasti og 3.sæti í kúluvarpi
Auður Friðrika Arngrímsdóttir varð í 3.sæti í 400m og langstökki
Stúlkur 14-15 ára
Unnur Jónasdóttir varð í 3.sæti í 400m
Stúlkur 16-17 ára
Jana Valborg Bjarnadóttir varð í 1.sæti í 100m, langstökki og kúluvarpi
Ragnhildur Halla Þórunnardóttir varð í 2.sæti í langstökki og kúluvarpi
Stúlkur 18-19 ára
Arna Dröfn Sigurðardóttir varð í 2.sæti í hástökki og í 3.sæti í 100m hlaupi kvenna
HSÞ átti 6 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli og eina blandaða HSÞ/UFA
Frjálsíþróttaráð þakkar öllum fyrir komuna á Sumarleikana, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn.
