Sumargöngur 2017

0
378

Sumargöngur sem Kvenfélag Ljósvetninga skipuleggur, eru hafnar. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir með og er fólk hvatt til að vera duglegt að nýta sér þetta og taka með sér gesti sína. Göngurnar ættu að henta öllum, stórum sem smáum. Fyrsta gangan var við Goðafoss. Góð mæting var og fólk kom víða að, til að njóta félagsskapar, útivistar og náttúrufegurðar.

Allar göngurnar verða á þriðjudagskvöldum kl. 20:00.

næstu Sumargöngur eru:

27. júní Gengið niður með Fnjóská, mæting á Bjarmavelli.

4. júlí Ljósavatn, mæting við Vatnsenda afleggjarann

11. júlí Hálsmelar, mæting á Bjarmavelli.

18. júlí Fljótbakki, mæting við búðina á Fosshóli.

25. júlí Barnafoss, mæting í Staðarfell.

Göngunefnd skipa Tolla og Hanna Berglind.

Erum á facebook með síðu sem heitir sumargöngur.

Atli á Ingjaldsstöðum
Gígja á Stórutjörnum.