Sumar göngur !

0
83

Sumar göngur eru betri en aðrar göngur, er yfirskrift kvöldgangna sem Kvenfélag Ljósvetninga skipuleggur og auglýsir, en allir eru velkomnir með, eins og alltaf, og þetta kostar ekki neitt. Gengið er í sumar á þriðudagskvöldum kl. 20:00. Gönguskráin er eftirfarandi:

30. júní er mæting við Öxarábrú og gengin gamall árfarvegur og yfir móa að Þorgeirskirkju.

7. júlí mæting í Staðarfell gengið uppá Kinnarfell að Finnbogasteini. Farið verður yfir sögu Finnboga Ramma.

14. júlí mæting á Bjarmavöll og Hálsmelar gengnir.

21. júlí mæting við Vatnsenda og gengið meðfram Ljósavatni í Arnstapa.

28. júlí mæta í Stóru-Tjarnir og gengið að Níphólstjörn.

Fyrsta kvöldgangan fór frá s.l. þriðjudagskvöld þegar gengið var á Hálshnjúk. Veðrið  var algjörlega himneskt, kyrrt og sólskin. Góð mæting var og allir glaðir og hressir. Með þessum kvöldgöngum vill kvenfélagið hvetja fólk til að fara aðeins af bæ og eiga góða stund saman. Þegar því verður við komið fáum við einhvern staðkunnugann til að fylgja hópnum og segja eitthvað skemmtilegt og fróðlegt.

Göngunefndina skipa. Hulda á Krossi, Helen í Birkimel og Heiða í Staðarfelli. Hægt er að hafa samband við þær ef fólk vill nánari uppl.

IMG_8061

 

 

 

IMG_8079

 

 

 

IMG_8082

 

 

 

IMG_8086

 

 

 

IMG_8064

 

 

 

IMG_8068