Styrkveitingar til Young Women in Public Affairs viðurkenningar

Hugrún Birta fékk Hvatningarverðlaun Zonta 2018

0
255

Í nóvember 2017 barst skólameistara við Framhaldsskólann á Laugum beiðni um að tilnefna stúlku til Young Women in Public Affairsviðurkenningar. Samþykkt var að tilnefna Hugrúnu Birtu Kristjánsdóttur fyrir hennar framlag sem sjálfboðaliða við margs konar starfsemi, s.s. í stjórn nemendafélags í grunn-og framhaldsskóla, að sinna barna-og félagsstarfi á vegum kirkjunnar, við leiklist, tónlistarviðburði og fleira. Frá þessu segir á vef Framhaldsskólans á Laugum

Í janúar 2018 var valið úr hópi fjölda stúlkna sem tilnefndar höfðu frá skólum og hlaut Hugrún Birta Hvatningarverðlaun Zonta 2018, til Young Women in Public Affairs styrkveitingar. Verðlaunin voru 25.000 krónur sem Hugrún tók við í apríl síðastliðnum. Umsókn hennar hefur einnig verið send erlendis í alþjóðlega samkeppni um stærri styrkveitingar (zonta.org). Við óskum Hugrúnu til hamingju með styrkveitinguna.