Styrktartónleikar í Hofi á sunnudag

0
258

Ákveðið hefur verið að efna til samstöðu og styrktartónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri sunnudaginn 18. nóvember næstkomandi, kl. 16.00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af söfnun sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur til styrktar bændum sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu er gekk yfir Norðurland 10.-11. september sl.

Fram koma Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerur Guðnadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jón Svavar Jósefsson, Unnur Helga Möller, Hörn Hrafnsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Antonía Hevesi.

 

 

 

Það var fljótlega eftir hamfaraveðrið í byrjun september sem Kristján Jóhannson kom því á framfæri að hann vildi leggja sitt af mörkum til að styðja við þá sem urðu fyrir tjóni v. veðursins.
Upphaflega stóð til að tónleikarnir yrðu í Skjólbrekku 3. nóv. en þá brast á stórhríð og fresta þurfti tónleikunum.
Kristján gaf þá kost á að koma fram 18. nóv. og hefur fengið til lið við sig hóp landsfrægra listamenn sem allir gefa vinnu sína. Vonandi gengur þetta upp núna, til stendur að hafa einhverja uppákomu í anddyrir Hofs þennan dag áður en tónleikar hefjast og mun forseti Íslands ávarpa samkomuna.

Þessir listamenn eiga heiður skilið fyrir að gefa vinnu sína og ekki síður þá fallegu hugsun að létta mönnum lund með söng og gleði eftir allt sem á undan er gengið.

Fréttatilkynning.