styrkjum Arnar Frey

0
3993

Sameinumst um að styrkja Arnar Frey.

Arnar Freyr Ólafsson er 18 ára, sonur Elínar Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Haraldssonar frá Fljótsbakka. Þau búa núna við Hólaveg á Laugum.

Þegar einhver úr samfélaginu okkar lendir í erfiðleikum, þá snertir það okkur öll. Núna er það Arnar Freyr Ólafsson, öðlingur sem við höfum verið svo heppin að fá að vera samferða frá hans fyrstu dögum. En hann greindist núna í byrjun október með mein í eitli út frá eistnakrabbameini, og er byrjaður í lyfjameðferð sem mun standa fram undir jól.

Við getum ekki haft áhrif á verkina sem fylgja þessu ferli, en við getum létt undir með honum fjárhagslega og gert honum kleift að dreifa svolítið huganum frá þessu og höfum við þess vegna stofnað reikning til styrktar honum, í Sparisjóði Suður Þingeyinga

reikningurinn er: 1110 05 409090 kt. 290766 5249

þar sem þeir sem vilja leggja honum lið á þessum erfiðu tímum, geta lagt inn pening, því þarna er þeim vel varið og gætu veitt honum smá gleði og ánægjustundir sem veitir ekki af á þessum erfiðu dögum.
Þórir og Dagný.

Arnar Freyr.