Styrkir starfsemi Norðlenska á Húsavík

0
145

Eins og sagt var frá hér á 641.is nýlega hefur Norðlenska keypt svokallað Rækjuhús á Húsavík af útgerðarfélaginu Vísi. Fasteignin er að Suðurgarði 2, þar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur var á sínum tíma. Norðlenska hefur síðastliðin ár leigt hluta hússins, m.a. undir starfsemi dótturfélagsins Icelandic Byproducts, sem vinnur verðmæti úr aukaafurðum.

Rækjuverksmiðjan. Mynd: 640.is
Rækjuverksmiðjan. Mynd: 640.is

 

Rækjuhúsið eru tæpir 2.000 fermetrar að flatarmáli. Vísir hefur notað húsið að hluta,Fiskmarkaður Húsavíkur hefur einnig verið þar með starfsemi, svo og framleiðsla og sala á lausfrystum ís.

 

 

„Við kaupum húsið til þess að styrkja starfsemi Norðlenska á Húsavík enn frekar. Við höfum leigt frysti, höfum notað hluta hússins undir heimasögun á kjöti í sláturtíð og svo hefur Icelandic Byproducts verið þarna. Fyrirtækið vinnur verðmæti úr aukaafurðum í sláturtíðinni, það hefur vaxið mikið á síðustu árum og við sjáum fyrir okkur enn frekari vöxt í því fyrirtæki,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Norðlenska leitaði tilboða í fjármögnun kaupanna og var samið við Arion banka. Sigmundur segir húsið í mjög góðu standi og vel með farið. „Við ætlum að auka starfsemi okkar í húsinu en munum væntanlega reyna að leigja frá okkur einhvern hluta þess,“ segir framkvæmdastjórinn.  Norðlenska.is