Stuttmyndasýning í Þróttó í kvöld

0
104

Í kvöld ætla nemendur á unglingastigi í kvikmyndavali í Þingeyjarskóla að sýna afrakstur vetrarins í Þróttó á Laugum kl. 21:00. Fimm stuttmyndir verða sýndar en fjórir nemendur unnu saman hverja og eina stuttmynd fyrir sig.  Efnistök voru frjáls en allar eiga stuttmyndirnar það sameiginlegt að flytja einhvern boðskap.

Laugabíó

Árni Pétur Hilmarsson kennari leiðbeindi nemendunum í vetur við gerð stuttmyndanna, en mikil vinna liggur að baki hverri og einni mynd.

 

Aðgangur að stuttmyndasýningunni í Þróttó í kvöld er ókeypis.

[scroll-popup-html id=”10″]