Stutt stutt löng – Sveitasíminn í Þingeyjarsveit

0
679

“Sveitasíminn var merkilegt fyrirbæri. Vegna þeirra kynslóða sem ekki muna handvirku símana reyni ég að segja söguna frá því að sími var lagður í sæstreng frá Skotlandi til Færeyja og Seyðisfjarðar árið 1906, þaðan til Norðurlands og svo til Reykjavíkur”. Svo ritar Aðalbjörg Pálsdóttir í upphafsorðum ritsins “stutt – stutt – löng- Sveitasíminn í Þingeyjarsveit” sem félag eldri borgara í Þingeyjarsveit hefur gefið út.

Aðalbjörg Pálsdóttir í Vallakoti hafði umsjón með útgáfuna var ánægð með útkomuna.
Aðalbjörg Pálsdóttir í Vallakoti sem hafði umsjón með útgáfunni  var ánægð með útkomuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ritinu er saga sveitasímans í Þingeyjarsveit rakin stuttlega og er listi yfir allar hringingar á alla bæi í Þingeyjarsveit í ritinu. Hringingarnar voru settar saman úr stuttum og löngum hringingum og ef margir bæir voru á sömu línu gátu hringingarnar á suma bæi verið nokkuð langar og flóknar. Á þeim bæjum sem voru á sömu línu heyrðust líka allar hringingar og varð hver og einn að þekkja sínar hringingar úr og svara þá í símann þegar við átti.  Allir á línunni gátu heyrt í sínum síma hvað talað var á línuninni, það kallaðist að “hlera í símann” og gat verið hin besta fréttalind, svolítið svipað og fésbók nútímas. Venjulegast var boðunarhringingin væri ein mjög löng hringing og áttu þá allir að svara í símann.

2009-07-10 21.06.01
Stjórn félags eldri borgara í Þingeyjarsveit kom saman til að fagna útgáfu ritsins í Vallakoti sl. mánudag.

Þegar “Sjálfvirki” síminn kom var sveitasíminn  aflagður. Sveitasíminn var ekki aflagður fyrr en 1984 í Bárðardal og voru Bárðdælingar í hópi síðustu íbúa landsins til þess að fá sjálfvirka símann tengdan heim til sín.

Nokkur fjöldi mynda er í ritinu af mismunandi símtækjum og símstöðvum sem voru í notkun. Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi sá um umbrot og útlit á ritinu en það var prentað  hjá Stell á Akureyri.

Áhugasamir geta keypt ritið á eftirfarandi stöðum. Hjá: Sigurði Pálssyni Lækjarvöllum, Aðalbjörgu Pálsdóttur Vallakoti, Agnari Þorsteinssyni Öxará og Sigurborgu Gunnlaugsdóttur Engihlíð og kostar það 1.500 krónur.