Stórutjarnaskóla slitið.

0
117

Stórutjarnaskóla var slitið mánudagskvöldið 3. júní kl. 20:30. Venjan er sú að safnast er saman á sal skólans þar flytur skólastjóri ræðu, ávarpar nemendur, foreldra og starfsfólk og þakkar fyrir vetrar starfið. Alls útskrifuðust  8 nemendur úr 10. bekk fjórar stúlkur og fjórir drengir. Að venju gaf kvenfélag Ljósvetninga 10.bekkingum kveðjurgjöf nú var það bókin, Þú ert snillingur, sem inniheldur uppskriftir og góð húsráð. Sigtryggur Andir Vagnsson fékk viðkenningu frá danska sendiráðinu fyrir góða frammistöðu í dönsku, hann fékk einnig viðurkenningu frá Jaan Alavere fyrir “einstaklega frábæra frammistöðu í tónlistarnámi gegnum árin”. Ingi Þór Halldórsson fékk viðurkenningu fyrir einstaklega góða mætingu frá upphafi, Ingi er aldrei lasin og tekur sér afar sjaldan frí, það verður ekki amalegt að ráða hann í vinnu í framtiðinni. Í íþróttasalnum voru uppi sýningar á handverki nemenda teikningar, saumur og smíði, sem gestir gátu skoðað.

10. bekkingar með bókina "þú ert snillingur" frá kvenfélagskonum.
10. bekkingar með bókina “þú ert snillingur” frá kvenfélagskonum.

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir fyrrverandi nemendur ákváðu að koma saman á skólaslitin vegna þeirra tímamóta að 40 ár eru síðan þau útskrifuðust frá Stórutjarnaskóla. Þau fóru um skólann til að skoða, skólastjóri bauð þeim að fara einnig á gömlu heimavistargangana, en hann lét þess getið að búið væri að rífa burtu kojurnar sem þau höfðu sofið í. Þau skemmtu sér við að rifja upp gamla og greinilega góða tíma.

10. bekkur ásamt Þórhalli Bragasyni umsjónarkennara. frá.v. Emelía E. Karlsdóttir, Guðbjörg E Sigurpálsdóttir, Helga M Ólafsdóttir, Ingi Þór Halldórsson, Rebekka L. Andradóttir, Sigtryggur A. Vagnsson, Stefán Ásgeir E. Ásgeirsson, og Tryggvi  S.Hlinason.
10. bekkur ásamt Þórhalli Bragasyni umsjónarkennara. frá.v. Emelía E. Karlsdóttir, Guðbjörg E Sigurpálsdóttir, Helga M Ólafsdóttir, Ingi Þór Halldórsson, Rebekka L. Andradóttir, Sigtryggur A. Vagnsson, Stefán Ásgeir E. Ásgeirsson, og Tryggvi S.Hlinason.

.