Stórutjarnaskóla slitið

0
243

Þriðjudagskvöldið 2. júní var Stórutjarnaskóla slitið við hátíðlega athöfn í sal skólans. Að þessu sinni útskrifuðust sex nemendur úr 10. bekk og einn úr leikskóla. Leikskólinn mun þó starfa áfram fram að sumarlokun 25. júní. Kvenfélagskonur afhentu útskriftarnemum „praktískar“ gjafir að venju og Marit Alavere hlaut viðurkenningu danska sendiráðsins fyrir bestan árangur í dönsku. Nemendur 10. bekkjar færðu Þórhalli Bragasyni umsjónarkennara sínum nokkra penna í þakklætisskyni. Meðfylgjandi myndir tók Jónas Reynir Helgason

Útskriftarnemar ásamt Þórhalli Bragasyni
Útskriftarnemar ásamt Þórhalli Bragasyni

Ólafur Arngrímsson skólastjóri fjallaði í ræðu sinni m.a. um mikilvægi þess að rísa upp og halda áfram þótt við hrösum í lífinu og draumarnir virðist fjarlægir, að læra af mistökunum og verða þannig á endanum sterkari einstaklingar – loksins!

Ólafur Arngrímsson skólastjóri
Ólafur Arngrímsson skólastjóri

Þegar nemendur höfðu fengið afhentar einkunnir sínar gátu gestir að venju skoðað sýningu á fjölbreyttu handverki nemenda og að lokum var öllum boðið upp á ís og ávexti í matsal skólans.

Hluti yngri nemenda
Hluti yngri nemenda

Fleiri myndir má skoða hér