Helgi Héðinsson á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit tók magnaða myndband af norðurljósasýningu gærkvöldsins í Mývatnssveit. Myndbandið er tekið á einum klukkutíma milli kl 22:00 og 23:00 í gærkvöldi í austurátt frá Geiteyjarströnd og er spilað á margföldum hraða. Sjá má Hverfjall í bakgrunninum.