Í gögnum Hagstofunnar má m.a. finna yfirlit um um fjölda starfa eftir atvinnugreinum sem tekin eru saman árlega. Þar má til dæmis sjá að alls fækkaði um 9.800 störf á milli áranna 2008 og 2012 eða um 5% allra starfa í landinu. Frá þessu er sagt á vefnum saudfe.is
Störfum fjölgaði hinsvegar um 400 í landbúnaði og um 700 í fiskveiðum á sama tíma. Til landbúnaðar teljast nú 4.400 störf að mati Hagstofunnar. Þjónusta við landbúnað og úrvinnsluiðnaður er þar ekki talin með.
Í annari framleiðslustarfsemi fækkaði störfum um 8.800 og munar þar mestu um 8.400 starfa fækkun við mannvirkjagerð, en störfum í fiskiðnaði fjölgaði hinsvegar um 1.100.
Minna varð um sveiflur í þjónustustarfsemi en fækkunin þar í heild var 2.200 störf. Sem dæmi fjölgaði um 1.800 störf í hótel- og veitingahúsarrekstri en fækkaði um 2.000 í fræðslustarfsemi.