Stóra upplestrarkeppnin – Auður í fyrsta sæti og Þráinn í þriðja

0
321

Þann 7. apríl tóku nemendur 7. bekkjar Þingeyjarskóla þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Húsavík. Þátttakendur í keppninni voru skólar allt frá Langanesbyggð til Skútustaðahrepps. Fyrir hönd Þingeyjarskóla kepptu þau Auður Friðrika Arngrímsdóttir og Þráinn Maríus Bjarnason. Það er skemmst frá því að segja að Þráinn Maríus hafnaði í þriðja sæti og Auður Friðrika í því fyrsta. Glæsilegur árangur hjá þessu unga fólki. Frá þessu segir á nýjum vef Þingeyjarskóla

Þráinn tv. og
Þráinn tv. og Auður th. Mynd af facebooksíðu Þingeyjarskóla

Eins var tónlistaratriði frá Þingeyjarskóla þar sem Hilmar Örn Sævarsson spilaði á gítar. Stóð hann sig með stakri prýði. Allir nemendur miðstigs fóru til Húsavíkur og hlýddu á upplesturinn, við gerðum dag úr viðburðnum og fórum út að borða að keppni lokinni. Allir nemendur stóðu sig vel og voru okkur til sóma, segir á vef Þingeyjarskóla.

Fleiri myndir frá keppninni má skoða á Facebooksíðu Þingeyjarskóla