Stór klakahöll á Ljósavatni – Myndir

0
170

Stór og mikil klakahöll hefur myndast rétt fyrir ofan bæinn Ljósavatn, en hún hefur byggst upp smá saman undanfarnar vikur. Lítið gat er á vatnsþrýstilögninni sem liggur að heimarafstöðinni á Ljósavatni og spýtist vatn þar út og stendur bunan hátt upp í loftið. Í kuldatíðinni undanfarnar vikur frýs vatnið og upp hleðst klakinn og myndar þessa flottu klakahöll sem sést á meðfylgjandi myndum sem Hörður Jónasson bílstjóri hjá Fjallasýn tók í gær.

Klakahöllin á Ljósavatni. Mynd: Hörður Jónassson
Klakahöllin á Ljósavatni. Mynd: Hörður Jónassson

 

 

Að sögn Jóns Björns Hreinssonar bónda á Ljósavatni, sem braut sér leið inn í höllina í gær til að skoða aðstæður, er hún um 10 metra há en klakinn í henni er ekki mjög þykkur.

Hætt er við að klakahöllin láta eitthvað á sjá á næstu dögum þar sem spáð er hláku. (Sjá myndband hér neðst í fréttinni)

 

 

 

Klakahöllin. Mynd. Hörður Jónasson
Klakahöllin. Mynd. Hörður Jónasson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klakahöllin úr meiri fjarlægð. Mynd: Hörður Jónasson
Klakahöllin úr meiri fjarlægð. Mynd: Hörður Jónasson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9.3.-’16 á Ljósavatni.Klakaborgin er há og breið og kalda vatnið sprautast upp um op.

Posted by Hörður Jónasson on 9. mars 2016