Stór aurskriða féll við Sandhauga

0
397

Stór aurskriða féll í Vallafjalli skammt sunnan við bæinn Sandhauga í Bárðardal um kvöldmatarleytið í kvöld. Skriðan er 70-80 metra breið og hreif hún með sér nokkuð af birkiskógi í fjallinu. Skriðan átti upptök sín nánast á brún fjallsins og kom niður í mólendi rétt við sumarbústað sem stendur við rætur fjallsins. Bústaðurinn var mannlaus. Diljá Óladóttir bóndi á Sandhaugum tók meðfylgjandi mynd af skriðunni nú í kvöld.

Aurskriðan sunnan við Sandhauga. Mynd: Diljá Óladóttir. smella á til að skoða stærri útgáfu.
Aurskriðan sunnan við Sandhauga. Mynd: Diljá Óladóttir. smella á til að skoða stærri útgáfu.

 

 

Skriðan féll að mestu leiti yfir aðra eldri skriðu sem féll fyrir nokkrum áratugum og var landið orðið vel gróið eftir hana. Svo vel var hún orðin gróin að sjálfsáður birkiskógur var búinn að ná sér vel á strik, þrátt fyrir að fjallið sé ekki friðað fyrir grasbítum og aldrei hafi verið sáð í sárið sem myndaðist á sínum tíma.

 

 

 

 

 

 

Aurskriður eru nokkuð algengar í Vallafjalli, enda fjallið nokkuð bratt og gróskumikið. Sjá má ummerki um margar skriður, stórar og smáar, sem fallið hafa í fjallinu frá ýmsum tímum.

 

Sumarbústaðurinn rétt slapp við skriðuna. Smella á til að skoða stærri útgáfu. Mynd: Diljá Óladóttir.
Sumarbústaðurinn rétt slapp við skriðuna. Smella á til að skoða stærri útgáfu. Mynd: Diljá Óladóttir.