Stikla úr Hrútum komin út

0
371

Stikla úr Íslensku kvikmyndinni Hrútum, sem var tekin upp í Bárðardal, að mestu á bæjunum Mýri og Bólstað sl. sumar og í vetur, er komin inn á Youtube.

Hrútar frá Halldórsstöðum í Bárðardal verða í aðalhlutverki í myndinni. Mynd Bergljót Þorsteinsdóttir
Hrútar frá Halldórsstöðum í Bárðardal verða í aðalhlutverki í myndinni.

 

Hrútar var á dögunum valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakkalndi í vor. Cannes kvikmyndahátíðin er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, svokölluð „A“ hátíð, og því er um gífurlegan heiður að ræða fyrir aðstandendur myndarinnar. Hátíðin mun fara fram frá 13. – 24. maí.

Hér fyrir neðan má skoða stikluna.

Hrútar valin á Cannes hátíðina

Hrútar á Facebook