Steingrímur og Bjarkey leiða lista VG í norðausturkjördæmi

0
134

Talningu er nú lokið í forvali VG í Norðausturkjördæmi sem fram fór með póstkosningu en níu frambjóðendur voru um sex efstu sæti listans. Steingrímur J. Sigfússon hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið eða 199. “Stuðningurinn við mig er afgerandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í samtail við Vikudag.is í dag.. Hann fékk 199 atkvæði í fyrsta sæti, en alls kaus 261. Á kjörskrá voru 722 og var kosningaþátttakan því um 36 %.

vgmynd

Mikil spenna var um annað sætið en það var Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir sem náði því.

Í þriðja sætinu varð Edward H. Huijbens, Ingibjörg Þórðardóttir í því fjórða, Þorsteinn Bergsson í því fimmta og Sóley Björk Stefánsdóttir í því sjötta. VG er nú með þrjá þingmenn í kjördæminu. akv.is