Steingrímur J Sigfússon gefur kost á sér til að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi

0
322

Steingrímur J Sigfússon fjórði þingmaður Norðausturkjördæmis ætlar að gefa kost á sér til þess að leiða lista Vinstri Grænna í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J Sigfússon

641.is spurði Steingrím að því í dag hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til að leiða lista VG í kosningunum í haust. Í skriflegu svari hans segir eftirfarandi:

“Já, ég ætla að gera það og reyndar er undirbúningur þegar hafin og verið að leita eftir hugmyndum og tillögum frá félögum einmitt þessa dagana”.

Steingrímur tók fyrst sæti á Alþingi árið 1983 og hefur síðan þá gengt embætti Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013.