Steingrímur J – Best fyrir land og þjóð að kjósa strax til Alþingis

0
130

641.is náði spjalli við Steingrím J Sigfússon Þingmann VG og Norðausturkjördæmis í dag og spurði hann um stöðu mála á Alþingi, stöðu nýrrar ríkisstjórnar Sigurður Inga Jóhannssonar og hver sýn Steingríms væri á framhaldið.

Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J Sigfússon

“Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að best væri fyrir land og þjóð að kjósa strax til Alþingis. Þ.e. á þessu vori og því mætti ná í sauðburðarbyrjun, svona 1. eða í síðasta lagi 2. laugardag í maí. Með því væri þeirri óvissu og biðástandi sem annars skapast til hausts eytt, þjóðin fengi að segja sitt og nýtt þing og ný ríkisstjórn með endurnýjað umboð gæti svo tekist á við framhaldið. Millibils- eða bráðabirgða ríkisstjórn Sigurðar Inga verður annars mjög sérstakt fyrirbæri í stjórnmálasögunni. Hún fer af stað í mjög neikvæðu andrúmslofti, trúnaður og traust milli flokkanna er afar takmarkað og traust á stjórninni og stjórnarflokkunum í sögulegu lámarki. Uppskeran í tíð þessarar bráðabirgða-, næstum starfsstjórnar, verður í besta falli takmörkuð og sennilega engin umfram það sem þingið hefði á einni viku – tíu dögum núna í apríl getað afgreitt og svo gæti nýtt þing með ferskt umboð tekið aftur til starfa í maí. Þetta væru sterk skilaboð til umheimsins um að við tækjumst á við veruleika Panamaskjalanna af einurð og litum ekki undan, en þó f.o.f. það rétta fyrir okkur sjálf”.

“Að lokum held ég að þetta hljóti að vera sólarlitlir dagar fyrir framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra, að eiga engann ráðherra í ríkisstjórn sem framsóknarflokkurinn á aðild að”.