Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar

0
124

Hér fyrir neðan má lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkinn í heild. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, verður Forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður Fjármálaráðherra. Stefna nýrrar ríkisstjórnar var kynnt á Laugarvatni nú fyrir hádegið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verðandi forsætisráðherra.

Hér er hægt að lesa  Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.

Meðal þess sem fram kemur í henni er að það verður gert hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt verði gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í stefnuyfirlýsingunni kemur skýrt fram að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð. „Renna þarf styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum

Stefna nýrrar ríkisstjónrnar varðandi landbúnað.

Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Með það fyrir augum er brýnt að kanna með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins.

Til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja að ávinningur af aukinni eftirspurn og sókn á nýja markaði skili sér í bættum kjörum bænda.Starfshópurinn mun fara yfir alla lagaumgjörð landbúnaðar, vinnslu matvæla og nýtingar lands.

Mótaðar verði tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem ráðast þarf í til að ná settum markmiðum. Nýsköpun, markaðs- og sölumál verða einnig endurskoðuð. Starfshópurinn mun leita samráðs við fulltrúa þeirra sem starfa í greininni. Stefnt er að endurskoðun búvörusamninga með tilliti til fóður- og fæðuframleiðslu.
Sveitarfélög verði studd í ákvarðanatöku um hvaða svæði séu helguð landbúnaði og lagarammi um þá hagsmuni bættur.

Sjá nánar hér

[scroll-popup-html id=”9″]