Stefnir staðfastur á 1. sætið

0
78

Höskuldur Þórhallsson Alþingsmaður sagðist í viðtali við 641.is í gær, stefna staðfastur á 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi fyrir Alþingskosningarnar næsta vor.

Höskuldur Þórhallsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höskuldur er þessa daganna á ferð um kjördæmið og var í Þingeyjarsýslu í gær. Eins og kunnugt er sækist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins líka eftir 1. sætinu. Að sögn Höskuldar kom ákvörðun Sigmundar um að flytja sig í norðausturkjördæmi, honum á óvart.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Í gær tilkynnti Hjálmar Bogi Hafliðason á Húsavík um framboð fyrir Framsóknarflokkinn í norðausturkjördæmi og sækist Hjálmar eftir 4-5 sæti á lista flokksins.

 

 

 

Það gerði einnig Anna Kolbrún Árnadóttir á Akureyri, en hún gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Hulda Kolbrún Árnadóttir

 

 

 

 

 

Huld Aðalbjarnardóttir á Húsavík tilkynnti fyrr í vikunni um framboð fyrir Framsóknarflokkinn í norðausturkjördæmi og sækist Huld eftir 2-3 sæti á lista flokksins.

Huld Aðalbjarardóttir

 

 

 

 

 

Það stefnir því í líflegt kjördæmisþing í Mývatnssveit um næstu helgi hjá Framsóknarflokknum