Stefnir á framhaldsnám í Noregi

0
124

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir heldur tónleika í Húsavíkurkirkju í kvöld kl. 20. Enginn aðgangseyrir en gestum er boðið að styrkja Ástu með frjálsum framlögum. Ásamt Ástu mun vinkona hennar Steiney Sigurðardóttir koma fram á tónleikunum en þær eru jafnöldrur og útskrifuðust saman úr Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Ásta Soffía og Steiney
Ásta Soffía og Steiney

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir hóf ung að læra tónlist. Átta ára gömul hóf hún nám í harmóníkuleik og hefur náð góðum árangri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð síðastliðið vor á 19. aldursári.

Ásta nam við Tónlistaskóla Húsavíkur. Þaðan lauk hún framhaldsprófi árið 2011 og hóf nám í Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Þaðan lauk hún diplómu gráðu í hljóðfæraleik. Hún stefnir á frekara tónlistanám í Noregs musikkhøgskole í Osló.