Stefán Óli Hallgrímsson – Valinn í úrvalslið knattspyrnuskóla Bobby Charlton

0
171

Ungur Aðaldælingur, Stefán Óli Hallgrímsson frá Grímshúsum, var valinn í úrvalslið knattspyrnuskóla Bobby Charlton í Manchester á Englandi í síðustu viku, en þar æfði hann knattspyrnu í um viku tíma ásamt tæplega 100 öðrum jafnöldrum sínum, strákum og stelpum, víðsvegar að úr heiminum.

Stefán Óli Hallgrímsson
Stefán Óli Hallgrímsson

Stefán Óli spilar sem markvörður og var hann verðlaunaður frá skólanum sérstaklega með orðunum: “Most likely to be a professional goalkeeper”, eða líklegastur til að verða atvinnumaður í knattspyrnu sem markvörður. Um 40 aðrir jafnaldrar Stefáns frá Íslandi æfðu líka við knattspyrnuskólann á sama tíma.

En það voru ekki bara þrotlausar knattspyrnuæfingar við skólann því ýmislegt var gert til skemmtunar. Farið var í skoðunarferðir á leikvelli í nágrenninu og í skemmtiferðir í Manchesterborg.

Stefán Óli sem er 14 ára gamall, hefur lengi æft sem markvörður og hefur hann spilað með yngri flokkum Völsungs á Húsavík í nokkur ár.

Búast má við að hann eigi eftir að láta til sín taka á milli stanganna í framtíðinni.